Sigurjón og Christine ofurhlauparar ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 17:30 Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson. Mynd/Heimasíða FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira