Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? 19. september 2012 10:00 Roberto Di Matteo fagnar hér Meistaradeildartitlinum s.l. vor. Nordic Photos / Getty Images Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti