Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 22:11 Jón Margeir og 17500 áhorfendur í sundhöllinni í London hlýddu á þjóðsöng Íslands. Nordicphotos/Getty Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló. Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló.
Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57
Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50