Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði BBI skrifar 20. júní 2012 13:34 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er á toppnum. Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.isÍ meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram. Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavík: 1.237.104 kr. Garðabær: 1.572.711 kr. Seltjarnarnes: 1.140.213 kr. Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Egilstaðir: 1.010.974 kr. Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk Mosfellsbær: 1.149.612 kr. Akureyri: 1.033.266 kr. Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk Borgarbyggð: 814.027 kr. Norðurþing: 926.930 kr. Fjarðabyggð: 1.025.038 kr. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.isÍ meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram. Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavík: 1.237.104 kr. Garðabær: 1.572.711 kr. Seltjarnarnes: 1.140.213 kr. Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Egilstaðir: 1.010.974 kr. Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk Mosfellsbær: 1.149.612 kr. Akureyri: 1.033.266 kr. Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk Borgarbyggð: 814.027 kr. Norðurþing: 926.930 kr. Fjarðabyggð: 1.025.038 kr.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira