Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði BBI skrifar 20. júní 2012 13:34 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er á toppnum. Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.isÍ meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram. Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavík: 1.237.104 kr. Garðabær: 1.572.711 kr. Seltjarnarnes: 1.140.213 kr. Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Egilstaðir: 1.010.974 kr. Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk Mosfellsbær: 1.149.612 kr. Akureyri: 1.033.266 kr. Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk Borgarbyggð: 814.027 kr. Norðurþing: 926.930 kr. Fjarðabyggð: 1.025.038 kr. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.isÍ meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram. Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavík: 1.237.104 kr. Garðabær: 1.572.711 kr. Seltjarnarnes: 1.140.213 kr. Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Egilstaðir: 1.010.974 kr. Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk Mosfellsbær: 1.149.612 kr. Akureyri: 1.033.266 kr. Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk Borgarbyggð: 814.027 kr. Norðurþing: 926.930 kr. Fjarðabyggð: 1.025.038 kr.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira