Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 21. júní 2012 13:31 Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun