Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 15:00 Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun