Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta Einar Benediktsson skrifar 28. júní 2012 15:00 Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands. Það var ógæfa íslensku stjórnarskrárinnar frá 1944 að hún setur ekki skýr og ótvíræð ákvæði um það hvort forsetinn hafi synjunar- eða málskotsrétt. En einmitt um þetta veigamikla atriði, liggja þó fyrir þær lagaskýringar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins að „ ... draga í efa hvort forseti lýðveldisins hefur stjórnskipulegan eða annan rétt til að reyna að beita áhrifum við Alþingi við mál sem eru til meðferðar þingsins." Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að þetta ákvæði 26.gr stjórnarskrárinnar lá kyrrt, þar til Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti ekki lög um fjölmiðla 2004. Með því er í raun nýtt stjórnarfyrirkomulag tekið upp í andstöðu við stjórnarskrárákvæði um að Ísland búi við þingbundið lýðræði, að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta segir stjórnarskráin sem í gildi er , hvað sem síðar kann að verða. Inngrip forsetans í ákvaðanir Alþingis hafa aukið þá pólitískri ringulreið og óvissu sem fylgdi hruninu og var ærið nóg. Nokkuð lyftist brún okkar hér syðra þegar Þingeyingar tóku að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína. Vonandi verður ekki látið undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með prívat flugvélakost, flugvöll fyrir sig og fleiru. Enginn fær séð fyrir hvernig slík aðstaða geti nýst óviðkomandi herveldi á ókomnum árum í sviptivindum alþjóðamála. Markmiðið hlýtur að vera stöðugleiki á Norðurslóðum í samvinnu við bandamenn okkar. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott 2006 var tekin upp takmörkuð loftrýmisgæsla af bandalagsríkjum okkar í NATO. Æskilegt væri að fá Norðurlöndin öll þar til liðs til framtíðar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið Kínverjum fagnandi, síðast Wen forsætisráðherra og 100 manna fylgdarliði þegar Ísland var heimsótt í apríl í forgang við mikilvæg Evrópulönd. En örríkið Ísland hafði sýnilega meira vægi vegna aðildar að Norðurskautsráðinu Þessum vinahótum forsetans við fjarlægt einræðisríki er síður beint að Evrópuþjóðum. Mikil eru varnaðarorð hans við aðild að Evrópusambandinu sem af stafi óvissa fyrir okkur. Aðildarríki ESB, vinaríki Íslands, telja hinsvegar sjálf, að það stuðli að auknu öryggi að vera innan þeirra landamæra. Forsetinn vill fórna sér fimmta kjörtímabilið í röð til að hafa vit fyrir landslýð. Það leyfi ég mér að afþakka um leið og ég segi að veri Þóra Arnórsdóttir velkomin sem eftirmaður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun