Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar 28. júní 2012 15:30 Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun