Tími poxins er liðinn Stefanía Benónísdóttir skrifar 13. júní 2012 15:00 Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun