Tími poxins er liðinn Stefanía Benónísdóttir skrifar 13. júní 2012 15:00 Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun