Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 30. maí 2012 14:00 Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. Hún hefur ekki persónulegra hagsmuna að gæta í baráttu sinni fyrir Hagsmunasamtökin. Þar vinnur hún af hugsjón fyrir aðra en ekki sig og hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Hún hefur auk þess sýnt að hún er fær um að hefja málefnin yfir flokkspólitíkina. Hún er fær um að setja sig inn í alls kyns flókin málefni á ólíkum sviðum og tala um þau málefnalega og af yfirvegun á mannamáli. Er hægt að hugsa sér betri grunneiginleika í fari forseta landsins? Fleira skýtur góðum stoðum undir það að Andrea verði góður forseti. Hún hefur sýnt það að hún er eljusöm, nákvæm og fylgin sér(þrjósk). Samtímis hefur hún til að bera auðmýkt og tillitssemi og kemur það fram í því að hún ætlar að leita til þjóðarinnar með þjóðfundi. Þar vill hún að slembivalið úrtak þjóðarinnar semji verklagsreglur fyrir hana sem forseta. Þetta endurspeglar hvernig hún lítur á hlutverk sitt sem verkfæri þjóðarinnar. Hún hefur heitið því að málefni sem brenna á þjóðinni muni hún stuðla að að þau komist til umsagnar þjóðarinnar. Samtímis sýnir ferill Andreu að hún er einstaklingur sem er fær um að taka ákvarðanir og treysta á eigin dómgreind. Að hafa stundað sjómennsku ung að árum hefur sjálfsagt kennt henni að dómgreind getur skilið á milli farsælni og ógæfu, þ.e. að ákvarðanir hafi afleiðingar. Auk þess að hafa búið víða erlendis á sínum yngri árum sem þroskar getuna til að bregðast við nýjum og framandi aðstæðum. Allt þetta gefur okkur góða von til þess að Andrea sem forseti muni alltaf lenda á fótunum í ólíkum aðstæðum sem starfið hefur upp á að bjóða. Þar sem hún hefur þroskast vel í hverju því starfi sem hún hefur tekið að sér ætti hún að geta vaxið með forsetastarfinu og leitt það áfram til gæfu fyrir þjóðina. Við þurfum á þessum tímamótum að hugsa um hvort að við sem þjóð viljum setja fordæmi fyrir því að forseti sitji fimm kjörtímabil í embætti, en stærstur hluti þjóðarinnar vill setja því skorður hversu lengi fólk gegnir embættinu. Við þurfum þá í framhaldi af því að hugsa um hver frambjóðendanna er best til þess fallinn að leiða okkur áfram í vegferð að bættu lýðræði með aðkomu fólksins, sem núverandi forseti hefur lagt af stað með og hverjum við treystum best til þess að tryggja meirihlutavilja fólksins. Ég treysti Andreu best til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. Hún hefur ekki persónulegra hagsmuna að gæta í baráttu sinni fyrir Hagsmunasamtökin. Þar vinnur hún af hugsjón fyrir aðra en ekki sig og hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Hún hefur auk þess sýnt að hún er fær um að hefja málefnin yfir flokkspólitíkina. Hún er fær um að setja sig inn í alls kyns flókin málefni á ólíkum sviðum og tala um þau málefnalega og af yfirvegun á mannamáli. Er hægt að hugsa sér betri grunneiginleika í fari forseta landsins? Fleira skýtur góðum stoðum undir það að Andrea verði góður forseti. Hún hefur sýnt það að hún er eljusöm, nákvæm og fylgin sér(þrjósk). Samtímis hefur hún til að bera auðmýkt og tillitssemi og kemur það fram í því að hún ætlar að leita til þjóðarinnar með þjóðfundi. Þar vill hún að slembivalið úrtak þjóðarinnar semji verklagsreglur fyrir hana sem forseta. Þetta endurspeglar hvernig hún lítur á hlutverk sitt sem verkfæri þjóðarinnar. Hún hefur heitið því að málefni sem brenna á þjóðinni muni hún stuðla að að þau komist til umsagnar þjóðarinnar. Samtímis sýnir ferill Andreu að hún er einstaklingur sem er fær um að taka ákvarðanir og treysta á eigin dómgreind. Að hafa stundað sjómennsku ung að árum hefur sjálfsagt kennt henni að dómgreind getur skilið á milli farsælni og ógæfu, þ.e. að ákvarðanir hafi afleiðingar. Auk þess að hafa búið víða erlendis á sínum yngri árum sem þroskar getuna til að bregðast við nýjum og framandi aðstæðum. Allt þetta gefur okkur góða von til þess að Andrea sem forseti muni alltaf lenda á fótunum í ólíkum aðstæðum sem starfið hefur upp á að bjóða. Þar sem hún hefur þroskast vel í hverju því starfi sem hún hefur tekið að sér ætti hún að geta vaxið með forsetastarfinu og leitt það áfram til gæfu fyrir þjóðina. Við þurfum á þessum tímamótum að hugsa um hvort að við sem þjóð viljum setja fordæmi fyrir því að forseti sitji fimm kjörtímabil í embætti, en stærstur hluti þjóðarinnar vill setja því skorður hversu lengi fólk gegnir embættinu. Við þurfum þá í framhaldi af því að hugsa um hver frambjóðendanna er best til þess fallinn að leiða okkur áfram í vegferð að bættu lýðræði með aðkomu fólksins, sem núverandi forseti hefur lagt af stað með og hverjum við treystum best til þess að tryggja meirihlutavilja fólksins. Ég treysti Andreu best til þess.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun