Óskabarn stjórnvalda: þögull forseti Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2012 11:48 Það þótti ekki tiltökumál þegar að Viðskiptaráð hreykti sér af því fyrir hrun að stjórnvöld hefðu innleitt 90% af tilmælum ráðsins, til löggjafarvaldsins, í lög. Stærstu fyrirtækin í landinu, eignarhaldsfélög og auðmenn fara með völdin í Viðskiptaráði og ætla má að hagsmunir Viðskiptaráðs séu hagsmunir auðræðisins. Það þykir ekkert tiltökumál að prófkjörslagur þingmanna og kosningaslagur stjórnmálaflokka sé kostaður af sérhagsmunaaðilum. Ég hef kosið að kalla þetta mútur en aðrir kjósa að draga hulu þöggunar yfir þessi tengsl löggjafarþings og viðskiptalífs. Átök um íslenska stjórnskipan hafa verið áberandi frá falli bankanna haustið 2008. Þessi átök hafa speglast í rannsóknarskýrslu Alþingis, landsdómi Geirs Haarde og umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum. Lögmæti hegðunar er túlkuð og endurtúlkuð í ljósi réttarríkis og stjórnarskrár.Spilling í stjórnmálum Þegar þingið starfar ekki af heilindum við kjósendur þá kallast það spilling. Stofnanavædd spilling er eigi að síður spilling. Hún er spilling jafnvel þótt hún sé innleidd í lög af spilltum stjórnmálamönnum. Spillt hegðun stjórnmálamanna er þeim oft óljós. Eitt af því sem markar menningarkima stjórnmálanna er hljótt samkomulag um ríkjandi viðmið. Ríkjandi viðmið eru oft lítið meðvituð, lítið dregin í efa en ráða miklu um hegðun manna. Hegðun margra stjórnmálamanna hefur mótast af áratuga setu á þingi eða þátttöku í stjórnmálum. Fræðimenn hafa skilgreint spillingu í stjórnmálum sem hegðun embættis- og stjórnmálamanna sem víkur frá meginskyldum embættis eða stöðu. Í þessu felst móttaka á mútum (greiðslum eða greiðum), skyldleikatengsl (tengsl eru tekin fram yfir verðleika) og misnotkun á stöðu (t.d. með sjálftöku). Ákvarðanir og atferli í stjórnmálum sem stríðir gegn velferð almennings er pólitísk spilling. Á Íslandi hafa stjórnmálamenn innleitt spillt atferli í lög og má þar nefna greiðslur til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði og heimild stjórnmálaflokka til þess að taka við greiðslum frá hagsmunaaðilum. Andverðleikasamfélagið er afsprengi ríkisstjórna sem hafa notað stofnanir sem kostaðar eru af skattgreiðendum til þess að byggja undir eigin völd, gert þær að varðhundum valdakerfisins. Pólitísk spilling og misbeiting valds í íslenskum stjórnmálum blasir við hverjum þeim sem vilja láta sig málið varða. Meiri hluti alþingis hefur verið leppur fámenns hóps sem tryggt hefur sér forréttindi í gegn um löggjöf, löggjöf sem vinnur ekki eingöngu gegn mannréttindum, atvinnufrelsi og jafnræði heldur hefur einnig brotið niður helstu stoðir samfélagsins og skilið við efnahag landsins í rjúkandi rústum.Réttur almennings Það skýtur því nokkuð skökku við þegar menn reka upp ramakvein yfir því að forsetinn fjalli um hvort heppilegt sé að þjóðin fái að hafa aðkomu að tilteknum málum sem til meðferðar eru á þinginu. Ég hef hvergi, þrátt fyrir mikla leit, rekist á það í fræðigreinum um pólitíska spillingu að það að þingmenn séu minntir á tilvist kjósenda geti talist til pólitískrar spillingar eða truflað störf stjórnmálamanna. Það lýsir vel hinni pólitísku firringu og siðferðislegri hrörnun þegar álitsgjafar telja að ef forsetinn minni á kjósendur, þegar frumvörp eru í smíðum, þá þýði það að ráðherrar eða þingið þurfi að fara að semja við forsetann. Menn telja það gefið og eðlilegt að viðbrögðin við því að þjóðin fái stjórnarskrárbundinn rétt sinn virtan að þing og stjórnarráð vanvirði aðgreiningu valdastofnanna. Að það sé augljóst og eðlilegt að hægt sé að semja við forsetann um að snúa baki við þjóðinni og taka þátt í valdamakki ríkisstjórna og stjórnmálaflokka. Þögull forseti virðist vera óskabarn stjórnvalda. Forseti sem tekur að sér að vera táknmynd þægðarinnar er ekki forseti þjóðarinnar heldur forseti þingsins og forseti auðræðisins. Það er ekki bara myndlist, leiklist eða bókmenntir sem marka íslenska menningu heldur er pólitík sterkt áhrifaafl menningar og ætti hver forseti að láta sig varða þennan mikilvæga áhrifavald íslensks þjóðlifs.Skyldur og hæfni forseta Allt samfélagið á að vera forsetanum viðkomandi enda gerir stjórnarskráin ráð fyrir því að hann geti veitt þjóðinni aðkomu að mikilvægum málum sem fara í gegn um þingið. Nokkur málefni valda þjóðinni miklu hugarangri og ófriður mun ríkja í samfélaginu á meðan þjóðin fær ekki beina aðkomu að þessum málum. Kvótakerfið er eitt slíkt mál enda hefur kvótakerfið tekið frumbyggjaréttin af fólki sem um aldir hefur sótt lífsbjörg á sjávarmiðin. Slíkur réttur er heilagur í siðmenntuðum samfélögum. Kvótakerfið úthlutar fáeinum fjölskyldum einokunarrétt á sjávarauðlindinni sem þær nota til þess að kúga almenning í landinu og hafa af honum lífsgæðin. Verðtrygging á útlánum og ítök vinnuveitenda í sparnaði launafólks eru að sama skapi málefni þjóðarinnar og birtingarmynd ríkjandi auðræðis. Réttlæti, jafnræði og siðmenningu er hafnað með ríkjandi fyrirkomulagi og lögum. EES samningurinn, ESB aðild, Schengen samstarfið og stjórnarskráin eru málefni sem varða samfélagsgerð og því ætti að bera lögin undir kjósendur. Ákvarðanir fyrri forseta hafa verið hápólitískar. Það er jafn pólitísk ákvörðun að beita ekki málsskotsréttinum og að beita honum í ljósi ákvæða í núgildandi stjórnarskrá. Enginn forseti getur verið ópólitískur heldur verður ávallt að skoða athafnir hans eða athafnaleysi í ljósi þess hlutverks forseta sem kveðið er á um í stjórnskipunarlögum. Þegar Vigdís Finnbogadóttir ákvað að nýta ekki málsskotsréttinn og vísar EES samningnum ekki til þjóðarinnar þá var það hápólitísk ákvörðun. Í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave höfnuðu yfir 90% þátttakanda samningnum. Það má því vera nokkuð ljóst að sterk eining var um andstöðu við samninginn meðal þjóðarinnar. Forsetinn hlýddi kalli þjóðarinnar í máli sem eining ríkti um meðal þjóðarinnar. Innleiðing EES samningsins var hroðvirknisleg. Samningurinn er frumforsenda hrunsins vegna þess að hann innleiddi frjálst flæði fjármagns án þess að nokkrar varnir væru settar upp með löggjöf og stefnu um takmarkanir sem byggðu upp varnir fyrir þjóðina gegn aðilum sem hugðu á gróða á kostnað þjóðarinnar. Arðurinn af auðlindunum lenti í höndum fárra sem forðuðu honum úr landi. Á skömmum tíma voru innviðir þjóðarbúsins brotnir niður og viðskilnaðurinn þúsund milljarða ríkisskuldir sem vofa yfir velferð og lífskjörum í landinu. EES samningurinn sem átti að auka frelsi hefur á kaldhæðinn hátt vegið að frelsi almennings með gjaldeyrishöftum og samfélagslegri stöðnun. Hættur vofa yfir íslensku samfélagi vegna hrunsins. Þúsund milljarða erlendar skuldir og þrýstingur frá sérhagsmunaaðilum um að fella þessa skuldir á skattgreiðendur kallar á sterka varnarrödd. Vegna hrunsins og vegna djúpstæðrar óánægju í samfélaginu með þægð stjórnvalda við fjármálaöflin er þörf fyrir forseta sem þorir að standa gegn auðræðinu og taka sér stöðu með almenningi. Forsetinn þarf að hafa styrk sem felst í djúpri og mikilli þekkingu. Hann þarf að hafa ást á náttúrinni og skilja mikilvægi þess að við verjum landið gegn ágengni þeirra sem vilja ræna arðinum af auðlindunum. Forsetinn þarf að hafa framtíðarsýn og skilning á því að við þurfum að skila góðu samfélagi til afkomenda okkar. Í ljósi framangreindra atriða þarf forsetinn að vera tilbúinn að beita málsskotsréttinum og ljá þjóðinni rödd í mikilvægum málefnum. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það þótti ekki tiltökumál þegar að Viðskiptaráð hreykti sér af því fyrir hrun að stjórnvöld hefðu innleitt 90% af tilmælum ráðsins, til löggjafarvaldsins, í lög. Stærstu fyrirtækin í landinu, eignarhaldsfélög og auðmenn fara með völdin í Viðskiptaráði og ætla má að hagsmunir Viðskiptaráðs séu hagsmunir auðræðisins. Það þykir ekkert tiltökumál að prófkjörslagur þingmanna og kosningaslagur stjórnmálaflokka sé kostaður af sérhagsmunaaðilum. Ég hef kosið að kalla þetta mútur en aðrir kjósa að draga hulu þöggunar yfir þessi tengsl löggjafarþings og viðskiptalífs. Átök um íslenska stjórnskipan hafa verið áberandi frá falli bankanna haustið 2008. Þessi átök hafa speglast í rannsóknarskýrslu Alþingis, landsdómi Geirs Haarde og umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum. Lögmæti hegðunar er túlkuð og endurtúlkuð í ljósi réttarríkis og stjórnarskrár.Spilling í stjórnmálum Þegar þingið starfar ekki af heilindum við kjósendur þá kallast það spilling. Stofnanavædd spilling er eigi að síður spilling. Hún er spilling jafnvel þótt hún sé innleidd í lög af spilltum stjórnmálamönnum. Spillt hegðun stjórnmálamanna er þeim oft óljós. Eitt af því sem markar menningarkima stjórnmálanna er hljótt samkomulag um ríkjandi viðmið. Ríkjandi viðmið eru oft lítið meðvituð, lítið dregin í efa en ráða miklu um hegðun manna. Hegðun margra stjórnmálamanna hefur mótast af áratuga setu á þingi eða þátttöku í stjórnmálum. Fræðimenn hafa skilgreint spillingu í stjórnmálum sem hegðun embættis- og stjórnmálamanna sem víkur frá meginskyldum embættis eða stöðu. Í þessu felst móttaka á mútum (greiðslum eða greiðum), skyldleikatengsl (tengsl eru tekin fram yfir verðleika) og misnotkun á stöðu (t.d. með sjálftöku). Ákvarðanir og atferli í stjórnmálum sem stríðir gegn velferð almennings er pólitísk spilling. Á Íslandi hafa stjórnmálamenn innleitt spillt atferli í lög og má þar nefna greiðslur til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði og heimild stjórnmálaflokka til þess að taka við greiðslum frá hagsmunaaðilum. Andverðleikasamfélagið er afsprengi ríkisstjórna sem hafa notað stofnanir sem kostaðar eru af skattgreiðendum til þess að byggja undir eigin völd, gert þær að varðhundum valdakerfisins. Pólitísk spilling og misbeiting valds í íslenskum stjórnmálum blasir við hverjum þeim sem vilja láta sig málið varða. Meiri hluti alþingis hefur verið leppur fámenns hóps sem tryggt hefur sér forréttindi í gegn um löggjöf, löggjöf sem vinnur ekki eingöngu gegn mannréttindum, atvinnufrelsi og jafnræði heldur hefur einnig brotið niður helstu stoðir samfélagsins og skilið við efnahag landsins í rjúkandi rústum.Réttur almennings Það skýtur því nokkuð skökku við þegar menn reka upp ramakvein yfir því að forsetinn fjalli um hvort heppilegt sé að þjóðin fái að hafa aðkomu að tilteknum málum sem til meðferðar eru á þinginu. Ég hef hvergi, þrátt fyrir mikla leit, rekist á það í fræðigreinum um pólitíska spillingu að það að þingmenn séu minntir á tilvist kjósenda geti talist til pólitískrar spillingar eða truflað störf stjórnmálamanna. Það lýsir vel hinni pólitísku firringu og siðferðislegri hrörnun þegar álitsgjafar telja að ef forsetinn minni á kjósendur, þegar frumvörp eru í smíðum, þá þýði það að ráðherrar eða þingið þurfi að fara að semja við forsetann. Menn telja það gefið og eðlilegt að viðbrögðin við því að þjóðin fái stjórnarskrárbundinn rétt sinn virtan að þing og stjórnarráð vanvirði aðgreiningu valdastofnanna. Að það sé augljóst og eðlilegt að hægt sé að semja við forsetann um að snúa baki við þjóðinni og taka þátt í valdamakki ríkisstjórna og stjórnmálaflokka. Þögull forseti virðist vera óskabarn stjórnvalda. Forseti sem tekur að sér að vera táknmynd þægðarinnar er ekki forseti þjóðarinnar heldur forseti þingsins og forseti auðræðisins. Það er ekki bara myndlist, leiklist eða bókmenntir sem marka íslenska menningu heldur er pólitík sterkt áhrifaafl menningar og ætti hver forseti að láta sig varða þennan mikilvæga áhrifavald íslensks þjóðlifs.Skyldur og hæfni forseta Allt samfélagið á að vera forsetanum viðkomandi enda gerir stjórnarskráin ráð fyrir því að hann geti veitt þjóðinni aðkomu að mikilvægum málum sem fara í gegn um þingið. Nokkur málefni valda þjóðinni miklu hugarangri og ófriður mun ríkja í samfélaginu á meðan þjóðin fær ekki beina aðkomu að þessum málum. Kvótakerfið er eitt slíkt mál enda hefur kvótakerfið tekið frumbyggjaréttin af fólki sem um aldir hefur sótt lífsbjörg á sjávarmiðin. Slíkur réttur er heilagur í siðmenntuðum samfélögum. Kvótakerfið úthlutar fáeinum fjölskyldum einokunarrétt á sjávarauðlindinni sem þær nota til þess að kúga almenning í landinu og hafa af honum lífsgæðin. Verðtrygging á útlánum og ítök vinnuveitenda í sparnaði launafólks eru að sama skapi málefni þjóðarinnar og birtingarmynd ríkjandi auðræðis. Réttlæti, jafnræði og siðmenningu er hafnað með ríkjandi fyrirkomulagi og lögum. EES samningurinn, ESB aðild, Schengen samstarfið og stjórnarskráin eru málefni sem varða samfélagsgerð og því ætti að bera lögin undir kjósendur. Ákvarðanir fyrri forseta hafa verið hápólitískar. Það er jafn pólitísk ákvörðun að beita ekki málsskotsréttinum og að beita honum í ljósi ákvæða í núgildandi stjórnarskrá. Enginn forseti getur verið ópólitískur heldur verður ávallt að skoða athafnir hans eða athafnaleysi í ljósi þess hlutverks forseta sem kveðið er á um í stjórnskipunarlögum. Þegar Vigdís Finnbogadóttir ákvað að nýta ekki málsskotsréttinn og vísar EES samningnum ekki til þjóðarinnar þá var það hápólitísk ákvörðun. Í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave höfnuðu yfir 90% þátttakanda samningnum. Það má því vera nokkuð ljóst að sterk eining var um andstöðu við samninginn meðal þjóðarinnar. Forsetinn hlýddi kalli þjóðarinnar í máli sem eining ríkti um meðal þjóðarinnar. Innleiðing EES samningsins var hroðvirknisleg. Samningurinn er frumforsenda hrunsins vegna þess að hann innleiddi frjálst flæði fjármagns án þess að nokkrar varnir væru settar upp með löggjöf og stefnu um takmarkanir sem byggðu upp varnir fyrir þjóðina gegn aðilum sem hugðu á gróða á kostnað þjóðarinnar. Arðurinn af auðlindunum lenti í höndum fárra sem forðuðu honum úr landi. Á skömmum tíma voru innviðir þjóðarbúsins brotnir niður og viðskilnaðurinn þúsund milljarða ríkisskuldir sem vofa yfir velferð og lífskjörum í landinu. EES samningurinn sem átti að auka frelsi hefur á kaldhæðinn hátt vegið að frelsi almennings með gjaldeyrishöftum og samfélagslegri stöðnun. Hættur vofa yfir íslensku samfélagi vegna hrunsins. Þúsund milljarða erlendar skuldir og þrýstingur frá sérhagsmunaaðilum um að fella þessa skuldir á skattgreiðendur kallar á sterka varnarrödd. Vegna hrunsins og vegna djúpstæðrar óánægju í samfélaginu með þægð stjórnvalda við fjármálaöflin er þörf fyrir forseta sem þorir að standa gegn auðræðinu og taka sér stöðu með almenningi. Forsetinn þarf að hafa styrk sem felst í djúpri og mikilli þekkingu. Hann þarf að hafa ást á náttúrinni og skilja mikilvægi þess að við verjum landið gegn ágengni þeirra sem vilja ræna arðinum af auðlindunum. Forsetinn þarf að hafa framtíðarsýn og skilning á því að við þurfum að skila góðu samfélagi til afkomenda okkar. Í ljósi framangreindra atriða þarf forsetinn að vera tilbúinn að beita málsskotsréttinum og ljá þjóðinni rödd í mikilvægum málefnum. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Höfundur er félagi í SAMSTÖÐU, flokks lýðræðis og velferðar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun