Mourinho klár í aðra atlögu að Meistaradeildartitlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2012 10:56 Mourinho ætlar sér enn stærri hluti með Real Madrid. Nordic Photos / AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira