Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. mars 2012 11:30 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Getty Images / Nordic Photos Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira