Vitleysingarnir á Vesalingunum Friðrik Erlingsson skrifar 8. mars 2012 12:16 Það er stundum réttlætismál að sitja ekki þegjandi undir vissri tegund af þvaðri, né er hægt að leiða slíkt hjá sér, síst af öllu þegar í hlut eiga aðilar sem gefa sig út fyrir að vera fagmenn og þiggja fyrir það laun frá opinberri stofnun. María Kristjánsdóttir og Símon Birgisson afhjúpuðu fávisku sína í umfjöllun um söngleikinn Vesalingana, í þættinum Djöflaeyjunni á Rúv, þriðjudagskvöldið 6. mars. Þau fóru ekki aðeins með rangt mál, heldur var augljóst að þau höfðu tekið sig saman um að rakka uppsetningu Þjóðleikhússins niður svo ekki stæði steinn yfir steini. Það hefði þeim e.t.v. tekist ef þau hefðu undirbúið sig örlítið betur, en þess í stað urðu þau ber að hlálegri fáfræði og ófagmennsku. Ég vil benda öllum áhugasömum á að skoða umfjöllun þeirra inni á ruv.is, sérstaklega þeim u.þ.b. 20 þúsund manns sem hafa nú þegar keypt miða á sýninguna, vegna þess að allt það ágæta fólk fékk líklega ósvífnustu gagnrýnina, ef gagnrýni skyldi kalla, - fyrir það eitt að kaupa miða. Allt frá því að hið mikla skáldverk Victors Hugo kom út, 1862, hafa gagnrýnendur og menningarpáfar um veröld víða hneykslast, urrað, hvæst og öskrað yfir þessu verki. Hið sama var uppi á teningnum þegar söngleikurinn var frumsýndur í London, 1985. Hinir almennu lesendur skáldsögunnar, og síðar hinir almennu leikhúsgestir, hafa hins vegar tekið þessu verki fagnandi, tekið ástfóstri við persónurnar, tónlistina og fundið sterkan hljómgrunn með boðskap sögunnar. Vandi gagnrýnenda er því þó nokkur, og þeim er mörgum hverjum vorkunn, því alla jafnan eru gagnrýnendur fastir í höfðinu á sér, en virðast ekki vera í neinum tengslum við hjartastöðina. Það er kannski stærsti 'galli' þessa verks Victors Hugo, að það talar fyrst og fremst til hjartans; það er beinlínis ætlun höfundar að snerta við fólki tilfinningalega í þeim tilgangi að opna augu þess fyrir hlutskipti hinna lægst settu í þjóðfélaginu, hinna smáðu, okkar minnstu bræðra. Boðskapur Vesalinganna ógnaði svo stjórnvöldum í Frakklandi á sínum tíma að bókin var bönnuð þar í landi. Bókin var einnig lengi á lista páfagarðs yfir vondar bókmenntir sem réttast væri að brenna á báli. Og ef eitthvað er að marka framgöngu Maríu og Símonar þá virðast þau vera kaþólskari en páfinn í þessum efnum. Þau sögðu verkið m.a. hlaðið 'tilfinningaklámi.' Sé það nú rétt skilgreining hafa rúmlega 60 milljónir manna í 43 löndum heims notið þess að vera á kafi í pornógrafískri tilfinningaorgíu síðan söngleikurinn var frumsýndur í London, 1985. Þetta er sannarlega melódramatískt verk að hluta, í þeim skilningi að sumar persónur hefur höfundur skapað beinlínis til þess að sýna örlög hinna smáðu í samfélaginu. Flaubert eða Baudelaire hefðu áreiðanlega gert þetta öðruvísi, en Victor Hugo skrifaði þetta svona, og því verður ekki breytt úr því sem komið er. Þá er að leiðrétta staðreyndavillur Maríu og Símonar. Uppfærsla Vesalingana í Þjóðleikhúsinu er ekki 'pakka-díll.' Sá einkaréttur framleiðandans í London rann út á síðasta ári. Leikmynd Finns Arnars Arnarssonar er því hans og einskis annars, sem og uppsetning Selmu Björnsdóttur, leikstjóra, í heild sinni, einsog þegar hefur komið fram í fjölmiðlum, m.a. í viðtali við Kate Flatt, kóreógrafer, sem hefur unnið við þessa sýningu í 25 ár. Einnig í viðtali við Emmu Dolan, sem annast réttindamál fyrir einn höfunda verksins, en hún hreifst mjög af söngvurum sýningarinnar og sagði uppfærsluna vera þá bestu sem hún hefði séð á Norðurlöndum. María og Símon máttu varla vera að því að nefna söngvarana á nafn eða ræða frammistöðu þeirra; ekki einasta orð um stórsöngvarann Þór Breiðfjörð, í hlutverki Valjean, sem á hér svo glæsilegt 'debut' á íslensku leiksviði að elstu menn muna ekki annað eins. María nefndi Dumas sem höfund verksins, en einsog allir vita er verkið eftir Hugo. Hljómsveitin í gryfjunni er nákvæmlega jafn stór, eða lítil, og alls staðar annars staðar þar sem söngleikurinn hefur verið settur upp í húsum sem eru af svipaðri stærð og Þjóðleikhúsið, nema e.t.v. þar sem um konsert-uppfærslur hefur verið að ræða, sem yfirleitt eru þá í mun stærri sölum. Tónlistarstjórinn, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, stjórnar nýrri útsetningu, sem sérstaklega var gerð fyrir 25 ára afmæli söngleiksins. Að gefa í skyn að hann hafi gert breytingar á tónlistinni eða á því hvernig hún er flutt frá tæknilegu sjónarmiði er ekki bara kolrangt, heldur er hér vegið freklega að starfsheiðri Þorvaldar Bjarna. Það er lágmarks krafa til þeirra sem vilja láta taka sig alvarlega sem gagnrýnendur, að þeir afli sér nauðsynlegra upplýsinga áður en þeir hefja umfjöllun sína. Hvað orð þeirra um minn hlut í uppfærslunni varðar þá get ég hins vegar verið þeim fullkomlega sammála, enda er ég ævinlega óánægður með allt sem ég læt frá mér fara og finnst ég hefði getað gert miklu betur. Ég hefði glaður sent þeim handritið, ef þau hefðu óskað þess, svo þau hefðu þá getað yfirfarið þýðingu mína og gagnrýnt hana málefnalega. En að segja í einu orðinu að textinn hafi ekki heyrst, og í hinu að þau gruni að þýðingin sé ekki nógu góð, er ekki sérlega marktækt. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar María sagði að fólki myndi finnast þessi sýning góð vegna þess að allir segðu að hún væri góð! Ergó: Fólk er fífl! Vitleysingar! Það er einsog hver annar þvættingur þegar María segir að það sé 'eitthvað svo 2007' að setja upp söngleik, því hún er sjálf pikkföst í 2007 hugarfarinu með því að fullyrða nánast að allur almenningur séu vitleysingar sem geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun. Fyrir utan rangfærslurnar var illgirni þeirra svo augljós að það var engu líkara en sjálf Thenardier hjónin, holdgervingar illskunar í verkinu, væru mætt á svæðið. Orðfæri þeirra jafnaðist á við það snautlegasta úr athugasemdakerfum vefmiðla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að fjalla um listaverk án þess að kynna sér fyrst forsendur þess, og leggja þær forsendur sem grundvöll að umfjöllun sinni. En slík vinnubrögð eru augljóslega fjarri Maríu og Símoni, enda hlýtur þeim að verkja í greindarvísitöluna að þurfa að leggja sig niður við að fjalla um svona lágkúru, sem er undir þá skelfilegu sök seld, ofaná allt annað, að hafa notið látlausra vinsælda um allan heim í 25 ár. Spurning hvort ekki hefði verið nær, Þórhallur, að fá einhvern sem hefur vit og þekkingu á söngleikjaforminu til að fjalla um þessa uppfærslu? Kannski einhvern sem hefur raunverulegan áhuga á söngleikjum? Tónlistarlega séð stendur söngleikurinn Vesalingarnir mun nær því að vera ópera en hefðbundin söngleikur. Og ásamt boðskap sögunnar er það ekki síst hin mikilfenglega tónlist verksins sem hefur hrifið áhorfendur og snert þá djúpt. Umfjöllun Maríu og Símonar má draga saman með því að segja að þau hafi talað um það eitt sem Vesalingarnir eru ekki; m.ö.o. þau töluðu ekki útfrá forsendum verksins sjálfs. Þau töluðu þar að auki niður til allra þeirra sem unna þessu verki af hjarta; þau töluðu niður vegna þess að þau eru jú svo hátt uppi, í merkingunni 'hátt hreykir heimskur sér.' Þegar söngleikurinn Vesalingarnir er annars vegar verður ekki betur séð en 'Thenardier hjónin' úr Djöflaeyjunni séu, enn sem komið er, einu vitleysingarnir á Vesalingunum. Friðrik Erlingsson Höfundur er þýðandi söngleiksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er stundum réttlætismál að sitja ekki þegjandi undir vissri tegund af þvaðri, né er hægt að leiða slíkt hjá sér, síst af öllu þegar í hlut eiga aðilar sem gefa sig út fyrir að vera fagmenn og þiggja fyrir það laun frá opinberri stofnun. María Kristjánsdóttir og Símon Birgisson afhjúpuðu fávisku sína í umfjöllun um söngleikinn Vesalingana, í þættinum Djöflaeyjunni á Rúv, þriðjudagskvöldið 6. mars. Þau fóru ekki aðeins með rangt mál, heldur var augljóst að þau höfðu tekið sig saman um að rakka uppsetningu Þjóðleikhússins niður svo ekki stæði steinn yfir steini. Það hefði þeim e.t.v. tekist ef þau hefðu undirbúið sig örlítið betur, en þess í stað urðu þau ber að hlálegri fáfræði og ófagmennsku. Ég vil benda öllum áhugasömum á að skoða umfjöllun þeirra inni á ruv.is, sérstaklega þeim u.þ.b. 20 þúsund manns sem hafa nú þegar keypt miða á sýninguna, vegna þess að allt það ágæta fólk fékk líklega ósvífnustu gagnrýnina, ef gagnrýni skyldi kalla, - fyrir það eitt að kaupa miða. Allt frá því að hið mikla skáldverk Victors Hugo kom út, 1862, hafa gagnrýnendur og menningarpáfar um veröld víða hneykslast, urrað, hvæst og öskrað yfir þessu verki. Hið sama var uppi á teningnum þegar söngleikurinn var frumsýndur í London, 1985. Hinir almennu lesendur skáldsögunnar, og síðar hinir almennu leikhúsgestir, hafa hins vegar tekið þessu verki fagnandi, tekið ástfóstri við persónurnar, tónlistina og fundið sterkan hljómgrunn með boðskap sögunnar. Vandi gagnrýnenda er því þó nokkur, og þeim er mörgum hverjum vorkunn, því alla jafnan eru gagnrýnendur fastir í höfðinu á sér, en virðast ekki vera í neinum tengslum við hjartastöðina. Það er kannski stærsti 'galli' þessa verks Victors Hugo, að það talar fyrst og fremst til hjartans; það er beinlínis ætlun höfundar að snerta við fólki tilfinningalega í þeim tilgangi að opna augu þess fyrir hlutskipti hinna lægst settu í þjóðfélaginu, hinna smáðu, okkar minnstu bræðra. Boðskapur Vesalinganna ógnaði svo stjórnvöldum í Frakklandi á sínum tíma að bókin var bönnuð þar í landi. Bókin var einnig lengi á lista páfagarðs yfir vondar bókmenntir sem réttast væri að brenna á báli. Og ef eitthvað er að marka framgöngu Maríu og Símonar þá virðast þau vera kaþólskari en páfinn í þessum efnum. Þau sögðu verkið m.a. hlaðið 'tilfinningaklámi.' Sé það nú rétt skilgreining hafa rúmlega 60 milljónir manna í 43 löndum heims notið þess að vera á kafi í pornógrafískri tilfinningaorgíu síðan söngleikurinn var frumsýndur í London, 1985. Þetta er sannarlega melódramatískt verk að hluta, í þeim skilningi að sumar persónur hefur höfundur skapað beinlínis til þess að sýna örlög hinna smáðu í samfélaginu. Flaubert eða Baudelaire hefðu áreiðanlega gert þetta öðruvísi, en Victor Hugo skrifaði þetta svona, og því verður ekki breytt úr því sem komið er. Þá er að leiðrétta staðreyndavillur Maríu og Símonar. Uppfærsla Vesalingana í Þjóðleikhúsinu er ekki 'pakka-díll.' Sá einkaréttur framleiðandans í London rann út á síðasta ári. Leikmynd Finns Arnars Arnarssonar er því hans og einskis annars, sem og uppsetning Selmu Björnsdóttur, leikstjóra, í heild sinni, einsog þegar hefur komið fram í fjölmiðlum, m.a. í viðtali við Kate Flatt, kóreógrafer, sem hefur unnið við þessa sýningu í 25 ár. Einnig í viðtali við Emmu Dolan, sem annast réttindamál fyrir einn höfunda verksins, en hún hreifst mjög af söngvurum sýningarinnar og sagði uppfærsluna vera þá bestu sem hún hefði séð á Norðurlöndum. María og Símon máttu varla vera að því að nefna söngvarana á nafn eða ræða frammistöðu þeirra; ekki einasta orð um stórsöngvarann Þór Breiðfjörð, í hlutverki Valjean, sem á hér svo glæsilegt 'debut' á íslensku leiksviði að elstu menn muna ekki annað eins. María nefndi Dumas sem höfund verksins, en einsog allir vita er verkið eftir Hugo. Hljómsveitin í gryfjunni er nákvæmlega jafn stór, eða lítil, og alls staðar annars staðar þar sem söngleikurinn hefur verið settur upp í húsum sem eru af svipaðri stærð og Þjóðleikhúsið, nema e.t.v. þar sem um konsert-uppfærslur hefur verið að ræða, sem yfirleitt eru þá í mun stærri sölum. Tónlistarstjórinn, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, stjórnar nýrri útsetningu, sem sérstaklega var gerð fyrir 25 ára afmæli söngleiksins. Að gefa í skyn að hann hafi gert breytingar á tónlistinni eða á því hvernig hún er flutt frá tæknilegu sjónarmiði er ekki bara kolrangt, heldur er hér vegið freklega að starfsheiðri Þorvaldar Bjarna. Það er lágmarks krafa til þeirra sem vilja láta taka sig alvarlega sem gagnrýnendur, að þeir afli sér nauðsynlegra upplýsinga áður en þeir hefja umfjöllun sína. Hvað orð þeirra um minn hlut í uppfærslunni varðar þá get ég hins vegar verið þeim fullkomlega sammála, enda er ég ævinlega óánægður með allt sem ég læt frá mér fara og finnst ég hefði getað gert miklu betur. Ég hefði glaður sent þeim handritið, ef þau hefðu óskað þess, svo þau hefðu þá getað yfirfarið þýðingu mína og gagnrýnt hana málefnalega. En að segja í einu orðinu að textinn hafi ekki heyrst, og í hinu að þau gruni að þýðingin sé ekki nógu góð, er ekki sérlega marktækt. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar María sagði að fólki myndi finnast þessi sýning góð vegna þess að allir segðu að hún væri góð! Ergó: Fólk er fífl! Vitleysingar! Það er einsog hver annar þvættingur þegar María segir að það sé 'eitthvað svo 2007' að setja upp söngleik, því hún er sjálf pikkföst í 2007 hugarfarinu með því að fullyrða nánast að allur almenningur séu vitleysingar sem geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun. Fyrir utan rangfærslurnar var illgirni þeirra svo augljós að það var engu líkara en sjálf Thenardier hjónin, holdgervingar illskunar í verkinu, væru mætt á svæðið. Orðfæri þeirra jafnaðist á við það snautlegasta úr athugasemdakerfum vefmiðla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að fjalla um listaverk án þess að kynna sér fyrst forsendur þess, og leggja þær forsendur sem grundvöll að umfjöllun sinni. En slík vinnubrögð eru augljóslega fjarri Maríu og Símoni, enda hlýtur þeim að verkja í greindarvísitöluna að þurfa að leggja sig niður við að fjalla um svona lágkúru, sem er undir þá skelfilegu sök seld, ofaná allt annað, að hafa notið látlausra vinsælda um allan heim í 25 ár. Spurning hvort ekki hefði verið nær, Þórhallur, að fá einhvern sem hefur vit og þekkingu á söngleikjaforminu til að fjalla um þessa uppfærslu? Kannski einhvern sem hefur raunverulegan áhuga á söngleikjum? Tónlistarlega séð stendur söngleikurinn Vesalingarnir mun nær því að vera ópera en hefðbundin söngleikur. Og ásamt boðskap sögunnar er það ekki síst hin mikilfenglega tónlist verksins sem hefur hrifið áhorfendur og snert þá djúpt. Umfjöllun Maríu og Símonar má draga saman með því að segja að þau hafi talað um það eitt sem Vesalingarnir eru ekki; m.ö.o. þau töluðu ekki útfrá forsendum verksins sjálfs. Þau töluðu þar að auki niður til allra þeirra sem unna þessu verki af hjarta; þau töluðu niður vegna þess að þau eru jú svo hátt uppi, í merkingunni 'hátt hreykir heimskur sér.' Þegar söngleikurinn Vesalingarnir er annars vegar verður ekki betur séð en 'Thenardier hjónin' úr Djöflaeyjunni séu, enn sem komið er, einu vitleysingarnir á Vesalingunum. Friðrik Erlingsson Höfundur er þýðandi söngleiksins
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun