Efnishyggjan aukist eftir hrun Hafsteinn Hauksson skrifar 1. febrúar 2012 18:45 Ragna Benedikta segir að efnishyggja sé að aukast á landinu eftir hrun. Úr Klinkinu Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju. Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun. Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta. „Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál." Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins. „Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft. Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér. Klinkið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju. Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun. Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta. „Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál." Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins. „Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft. Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér.
Klinkið Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira