Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102 Stefán Árni Pálsson í Dalhúsum skrifar 22. janúar 2012 20:36 Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn. Leikurinn hófst vel fyrir gestina frá Keflavík en þeir náðu fljótlega ágætis forskoti 22-11. Stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna Keflvíkinga og voru allir að taka þátt. Aðeins þrír leikmenn komust á blað hjá Fjölnismönnum í fyrsta leikhlutanum og þar á meðal gerði Jón Sverrisson tíu stig fyrir heimamenn. Staðan var 27-17 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldum áfram að keyra yfir heimamenn í öðrum leikhluta og strákarnir í Fjölni réðu hreinlega ekkert við þá. Hraður sóknarleikur og styrkur leikmanna var það sem suðurnesjamenn höfðu framyfir Grafarvogsdrengi. Staðan í hálfleik var 53-35 fyrir Keflavík og útlitið svart fyrir þá gulu. Fátt breytist í þriðja leikhlutanum og Keflvíkingarnir héldum áfram að berja járnið á meðan það var heitt. Um var að ræða leik á milli karlmanna og drengja og Fjölnir átti bara enginn svör. Staðan var 82-58 fyrir Keflavík fyrir lokaleikhlutann. Það skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og gestirnir frá Keflavík sigldu lygnan sjó það sem eftir var af leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Keflvíkinga 102-83 og þeir flugu áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins. Jarryd Cole átti stórleik í liði Keflavík og skoraði 35 stig.Örvar: Vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik „Við byrjuðum leikinn illa og áttum aldrei möguleik," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Keflavík. „Það gengur ekki að koma svona til leiks gegn jafn góðu liði og Keflavík. Við vorum okkur til skammar í fyrri hálfleik og leikurinn tapaðist þá". „Mér fannst mínir menn bara ekki mæta tilbúnir og voru bara hræddir við andstæðingana". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örvar hér að ofan.Sigurður: Byrjuðum grimmir og héldum það út „Þetta leit ekki út fyrir að vera erfitt í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við náðum upp góðri forystu í byrjun leiksins og héldum henni. Menn mættu bara grimmir alveg frá byrjun og þeir réðu ekkert við okkur". „Við lékum frábæra vörn allan leikinn, öðruvísi en það sem liðið sýndi síðast á móti Fjölni". Jarryd Cole var frábær í liðið Keflvíkinga í kvöld og gerði 35 stig. „Hann var flottur í kvöld fyrir okkur. Cole hefur verið misjafnt hjá okkur og frammistaðan hans verið svona upp og niður. Vonandi er hann að komast í gang fyrir okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins