Sílikonbrjóstin farin að leka: "Maður er náttúrulega hræddur" 24. janúar 2012 12:16 Kolbrún Jónsdóttir fékk staðfest í gær að sílikonið væri farið að leka um allan líkamann. mynd/stöð 2 Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. Kolbrún Jónsdóttir sagði sögu sína á Stöð 2 þann 5. janúar. Þá kom fram að hún væri með mikla verki og grunaði að púðarnir væru farnir að leka. Hún reyndi að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu en fékk það ekki, jafnvel þó hún vildi greiða úr eigin vasa, því samningar höfðu ekki náðst við velferðarráðuneytið. Eftir ítrekaðar tilraunir fékk hún loks tíma hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni í gær. „Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að setja mig í sónar hjá Domus Medica í gær. Þá kom í ljós að púðinn í hægra brjósti er rofinn og frekar illa farinn," segir Kolbrún. Hún segir að í fyrstu hafi henni í raun verið létt að fá þessa staðfestingu á grun sínum. „En svo náttúrulega vakna þessar tilfinningar í gær. Púðinn er rofinn og búinn að leka í einhvern tíma, ég er búin að vera með verki aftan í baki. Hann kreisti brjóstið til að sýna mér á mynd hvað væri að gerast, og þetta var eins og æðar og það var bara sílikon sem lak. Ég varð svolítið óttaslegin. Ég veit ekki hversu stór aðgerðin verður, er þetta komið í rifbeinin eða undir holhendur?" Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Krabbameinsfélag Íslands um ómskoðanir á konum með PIP-púða. Bréf ráðuneytisins til þessara kvenna verða send út í dag. „Maður er náttúrulega hræddur, við verðum að vera rólegur. Núna er maðurinn minn að vinna í því að koma mér undir læknishendur, því hann er virkilega hræddur," segir Kolbrún að lokum. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kona með PIP-sílíkonfyllingar fékk í gær staðfest að sílíkonið væri farið að leka um líkamann. Frá því fregnir bárust af mögulegri skaðsemi fyllinganna hefur hún hvergi fengið að panta tíma í ómskoðun, en með hörku fékk hún loks að fara í skoðun. Kolbrún Jónsdóttir sagði sögu sína á Stöð 2 þann 5. janúar. Þá kom fram að hún væri með mikla verki og grunaði að púðarnir væru farnir að leka. Hún reyndi að panta tíma hjá Krabbameinsfélaginu en fékk það ekki, jafnvel þó hún vildi greiða úr eigin vasa, því samningar höfðu ekki náðst við velferðarráðuneytið. Eftir ítrekaðar tilraunir fékk hún loks tíma hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni í gær. „Eftir þá skoðun var tekin ákvörðun um að setja mig í sónar hjá Domus Medica í gær. Þá kom í ljós að púðinn í hægra brjósti er rofinn og frekar illa farinn," segir Kolbrún. Hún segir að í fyrstu hafi henni í raun verið létt að fá þessa staðfestingu á grun sínum. „En svo náttúrulega vakna þessar tilfinningar í gær. Púðinn er rofinn og búinn að leka í einhvern tíma, ég er búin að vera með verki aftan í baki. Hann kreisti brjóstið til að sýna mér á mynd hvað væri að gerast, og þetta var eins og æðar og það var bara sílikon sem lak. Ég varð svolítið óttaslegin. Ég veit ekki hversu stór aðgerðin verður, er þetta komið í rifbeinin eða undir holhendur?" Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við Krabbameinsfélag Íslands um ómskoðanir á konum með PIP-púða. Bréf ráðuneytisins til þessara kvenna verða send út í dag. „Maður er náttúrulega hræddur, við verðum að vera rólegur. Núna er maðurinn minn að vinna í því að koma mér undir læknishendur, því hann er virkilega hræddur," segir Kolbrún að lokum.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira