NFL: Tom Brady og félagar fóru illa með Tim Tebow Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 11:30 Tom Brady. Mynd/Nordic Photos/Getty Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld. NFL Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld.
NFL Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira