Ekki taka sénsinn – hávaði frá flugeldum 29. desember 2011 06:00 Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun