Ekki taka sénsinn – hávaði frá flugeldum 29. desember 2011 06:00 Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun