Ekki taka sénsinn – hávaði frá flugeldum 29. desember 2011 06:00 Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar