Stöðvum málið á hendur Geir Haarde Atli Heimir Sveinsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun