Auðvitað er rekið kjördæmapot 15. desember 2011 06:00 Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun