Kynjafræði í framhaldsskólum Jón Karl Einarsson skrifar 6. desember 2011 06:00 Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt. Það sem mér fannst fróðlegast var það sem ég lærði um konur í auglýsingum. Þar sá maður mjög skýrt hvernig konum er stillt upp eins og aukahlutum og nánast aldrei sér maður konur horfa niður á karlmann heldur er það í nánast öllum tilfellum að karlinn er meiri manneskja en konan. Það vakti líka bara hreinlega óhug hjá mér þegar talað var um hvernig konur voru notaðar sem aukahlutir í auglýsingum og alltaf meira og meira verið að láta konurnar líta út fyrir að vera ung, saklaus börn og þannig verið að kyngera börn að vissu leyti sem er hreinlega ógeðslegt! Ég gæti eytt dögum í að telja upp það sem þessi áfangi kenndi mér. Hann gaf mér allt aðra sýn á svo marga hluti eins og klám, auglýsingar og vændi og hvernig þessir hlutir hafa áhrif á okkur öll þó við tökum ekki eftir því og pælum ekki í því. Þessi áfangi sýnir manni allt sem konur hafa fengið framgengt öll þessi ár og hann sýnir manni líka hverju þær eru enn þá að berjast fyrir og hvernig auglýsingar til dæmis, vinna gegn þeim og hlutgera þær. Ég segi ekki að ég sé orðinn bullandi femínisti en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Þessi áfangi ætti að vera kenndur í hverjum einasta framhaldsskóla landsins til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi. Þessi áfangi er frábær að því leyti að hann fær mann til að opna augun og einnig vegna þess að hann var mjög skemmtilegur. Kennslan fór mjög lítið bóklega fram og var meira um umræður og gagnvirka kennslu og ekki bara talað um sögu femínisma sem er gott að mínu mati þar sem það getur verið mjög þurrt efni. Þessi áfangi er mjög vinsæll í Borgarholtsskóla og held ég að það væri hægt að kenna þetta fag í öllum skólum með góðum árangri. Mæli eindregið með að allir kynni sér þetta.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun