Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 07:00 Peter Öqvist tók við íslenska landsliðinu í sumar. Mynd/Hag Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía. „Við vorum ekki heppnir og þetta er erfiður riðill enda er þetta erfið keppni því það eru mörg sterkt landslið í Evrópu,“ sagði Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið var síðast upp úr pottinum. „Ég fylgdist með drættinum í beinni. Það voru nokkrir riðlar sem hefðu verið auðveldari fyrir okkur en svona er þetta bara. Við fengum þennan riðil og það er engin ástæða til að vorkenna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að því að spila eins vel og við getum í þessum leikjum,“ sagði Peter. „Það er allt mögulegt. Við erum að fara að mæta sterkum þjóðum eins og Serbíu, Ísrael og Svartfjallalandi en þau þurfa líka öll að hoppa upp í flugvél til Reykjavíkur. Ef við getum náð einum eða tveimur óvæntum sigrum á heimavelli getum við kannski látið okkur dreyma um eitthvað,“ sagði Peter Öqvist. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm ferðalög bíða íslenska landsliðsins næsta haust, en allir tíu leikirnir fara fram á innan við mánuði. „Þetta eru löng ferðalög en Hannes (Jónsson formaður) og Friðrik Ingi (Rúnarsson framkvæmdastjóri) gerðu örugglega allt sitt í að fá eins hagstæða leikjaniðurröðun og hægt er. Ferðlögin munu samt hafa áhrif í þessari undankeppni,“ sagði Peter, sem segir það of snemmt að stefna á eitthvað sæti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía. „Við vorum ekki heppnir og þetta er erfiður riðill enda er þetta erfið keppni því það eru mörg sterkt landslið í Evrópu,“ sagði Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið var síðast upp úr pottinum. „Ég fylgdist með drættinum í beinni. Það voru nokkrir riðlar sem hefðu verið auðveldari fyrir okkur en svona er þetta bara. Við fengum þennan riðil og það er engin ástæða til að vorkenna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að því að spila eins vel og við getum í þessum leikjum,“ sagði Peter. „Það er allt mögulegt. Við erum að fara að mæta sterkum þjóðum eins og Serbíu, Ísrael og Svartfjallalandi en þau þurfa líka öll að hoppa upp í flugvél til Reykjavíkur. Ef við getum náð einum eða tveimur óvæntum sigrum á heimavelli getum við kannski látið okkur dreyma um eitthvað,“ sagði Peter Öqvist. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm ferðalög bíða íslenska landsliðsins næsta haust, en allir tíu leikirnir fara fram á innan við mánuði. „Þetta eru löng ferðalög en Hannes (Jónsson formaður) og Friðrik Ingi (Rúnarsson framkvæmdastjóri) gerðu örugglega allt sitt í að fá eins hagstæða leikjaniðurröðun og hægt er. Ferðlögin munu samt hafa áhrif í þessari undankeppni,“ sagði Peter, sem segir það of snemmt að stefna á eitthvað sæti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira