Um búðir og umbúðir 2. desember 2011 06:00 Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Sjá meira
Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun