Um náttúrurétt og lagalega söguhyggju 2. desember 2011 06:00 Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun