Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum 2. desember 2011 04:00 litla-hraun Formaður fjárlaganefndar segir að öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. „Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira