Beint lýðræði á Íslandi 1. desember 2011 06:00 Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. Þátttöku í stjórnmálum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og finna verður tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síðustu áratugi og er nú í sögulegu lágmarki, en 90% kjósenda treysta ekki Alþingi. Besta leiðin að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaumræðu og réttlátara samfélagi er að auka vægi beins lýðræðis og gera lýðræðisþátttöku auðveldari. Það eru 5% almennings sem taka virkan þátt í stjórnmálum í heimalöguðu kerfi, en við verðum að gera betur og sníða pólitíska kerfið að hinum 95% sem vilja láta sig pólitík varða, þó ekki nema væri bara stundum. Íslendingar kippa sér ekki upp við að koma upp allskyns aðstöðu fyrir áhugafólk t.d. fótbolta- og golfvöllum o.s.frv. sem er ekki eingöngu ætlað fyrir atvinnumenn og gætu Íslendingar farið eins að, þ.e. að færa stjórnmálin nær fólkinu. Til þess að leysa þetta mætti vopna alla kosningabæra landsmenn með spjaldtölvum. Ávinningurinn með því að virkja landsmenn með spjaldtölvum í þjóðfélagsumræðuna er margvíslegur fyrir utan augljóst kostnaðaraðhald. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almennings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag eins og efnahagslífið, félagslega kerfið og umhverfið o.s.frv. Hafa mætti rafrænar kosningar t.d. í félög, sveitarfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslur, eins oft og þarf. Íslendingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem tryggir persónuvernd. Rafræn skilríki bjóða upp á mikið hagræði og sparnað sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum. Verslun og viðskipti, samskipti- og upplýsingaöflun, dreifing mynda, bóka og tónlistar á netinu hefur gjörbreytt lífi fólks. Heimurinn er við fingurgómana á neytandanum. Apple, Facebook, Twitter, Google, Amazon, Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt heimsmenningunni og umgengnisháttum. Sjóndeildarhringur einstaklinga, samskipti manna og þjóða er að gjörbreytast og til verða ný svið í viðskiptum og dreifingu fjölbreyttrar menningar. Forstjóri Google, Eric Schmidt, vill meina að framtíðarþróun internetsins komi til með að halda ríkisstjórnum við efnið, þar sem almenningur sé að tileinka sér notkun og tækifæri netsins og nýti þetta nýja vald til þess að kanna rétt sinn. Hann segir: „Á meðal þjóða og smærri samfélaga á jörðinni er fólkið að snúa sér að internetinu til þess að halda ríkisstjórnum heiðarlegum. Uppljóstranir hafa aldrei verið auðveldari.“ 52% af íbúum heimsins eru undir 30 ára að aldri og það er þessi aldurshópur sem kemur til með að hafa meiri áhrif en menn grunar í framtíðinni, en þessi aldurshópur er einmitt sá hópur sem notar netið mest. Þessi aldurshópur er á netinu alla daga, þar er hægt að ná til þeirra, því þar tala þau saman. Þessi hópur deilir hugmyndum, menningu, „apps“ (viðeiganleika/notendatækni) sín á milli. Schmidt bætir því við að frekari aðlögun, aðgengi og notkun internetsins komi til með að skapa tvo heima – raunveruleikaheim þar sem ríkið stjórnar sínum þegnum og sýndarveruleikaheim þar sem almenningur getur haft áhrif. Ekki er síður mikilvægt að við berum gæfu til að nýta tæknina til aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar íslenskrar tungu og menningar. Internetið er yfirfullt af erlendu efni af misjafnri gerð og verðum við að halda vöku okkar fyrir óæskilegu efni sem fylgir ótakmörkuðum aðgangi að upplýsingum og nota öll tiltæk ráð í það að stöðva ólöglegt efni. Mikilvægt er að huga vel að menningarlegri og félagslegri hlið þeirra breytinga sem upplýsingasamfélagið býður upp á. Þátttöku allra þjóðfélagsþegna verður að tryggja og virkja í okkar nýju samfélagsgerð svo ekki myndist tveir hópar, þeir sem nota tölvur og nýjustu tækni og svo þeir sem ekki tileinka sér það. Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Netið er stærsta fræðslu- og upplýsingastofnun veraldar. Stjórnmálaumræða framtíðarinnar mun fara fram í netheimum. Frí þráðlaus nettenging og háhraðanet verður að vera í þéttbýliskjörnum. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafarþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og vilji til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. Þátttöku í stjórnmálum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og finna verður tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síðustu áratugi og er nú í sögulegu lágmarki, en 90% kjósenda treysta ekki Alþingi. Besta leiðin að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaumræðu og réttlátara samfélagi er að auka vægi beins lýðræðis og gera lýðræðisþátttöku auðveldari. Það eru 5% almennings sem taka virkan þátt í stjórnmálum í heimalöguðu kerfi, en við verðum að gera betur og sníða pólitíska kerfið að hinum 95% sem vilja láta sig pólitík varða, þó ekki nema væri bara stundum. Íslendingar kippa sér ekki upp við að koma upp allskyns aðstöðu fyrir áhugafólk t.d. fótbolta- og golfvöllum o.s.frv. sem er ekki eingöngu ætlað fyrir atvinnumenn og gætu Íslendingar farið eins að, þ.e. að færa stjórnmálin nær fólkinu. Til þess að leysa þetta mætti vopna alla kosningabæra landsmenn með spjaldtölvum. Ávinningurinn með því að virkja landsmenn með spjaldtölvum í þjóðfélagsumræðuna er margvíslegur fyrir utan augljóst kostnaðaraðhald. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almennings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag eins og efnahagslífið, félagslega kerfið og umhverfið o.s.frv. Hafa mætti rafrænar kosningar t.d. í félög, sveitarfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslur, eins oft og þarf. Íslendingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem tryggir persónuvernd. Rafræn skilríki bjóða upp á mikið hagræði og sparnað sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum. Verslun og viðskipti, samskipti- og upplýsingaöflun, dreifing mynda, bóka og tónlistar á netinu hefur gjörbreytt lífi fólks. Heimurinn er við fingurgómana á neytandanum. Apple, Facebook, Twitter, Google, Amazon, Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt heimsmenningunni og umgengnisháttum. Sjóndeildarhringur einstaklinga, samskipti manna og þjóða er að gjörbreytast og til verða ný svið í viðskiptum og dreifingu fjölbreyttrar menningar. Forstjóri Google, Eric Schmidt, vill meina að framtíðarþróun internetsins komi til með að halda ríkisstjórnum við efnið, þar sem almenningur sé að tileinka sér notkun og tækifæri netsins og nýti þetta nýja vald til þess að kanna rétt sinn. Hann segir: „Á meðal þjóða og smærri samfélaga á jörðinni er fólkið að snúa sér að internetinu til þess að halda ríkisstjórnum heiðarlegum. Uppljóstranir hafa aldrei verið auðveldari.“ 52% af íbúum heimsins eru undir 30 ára að aldri og það er þessi aldurshópur sem kemur til með að hafa meiri áhrif en menn grunar í framtíðinni, en þessi aldurshópur er einmitt sá hópur sem notar netið mest. Þessi aldurshópur er á netinu alla daga, þar er hægt að ná til þeirra, því þar tala þau saman. Þessi hópur deilir hugmyndum, menningu, „apps“ (viðeiganleika/notendatækni) sín á milli. Schmidt bætir því við að frekari aðlögun, aðgengi og notkun internetsins komi til með að skapa tvo heima – raunveruleikaheim þar sem ríkið stjórnar sínum þegnum og sýndarveruleikaheim þar sem almenningur getur haft áhrif. Ekki er síður mikilvægt að við berum gæfu til að nýta tæknina til aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar íslenskrar tungu og menningar. Internetið er yfirfullt af erlendu efni af misjafnri gerð og verðum við að halda vöku okkar fyrir óæskilegu efni sem fylgir ótakmörkuðum aðgangi að upplýsingum og nota öll tiltæk ráð í það að stöðva ólöglegt efni. Mikilvægt er að huga vel að menningarlegri og félagslegri hlið þeirra breytinga sem upplýsingasamfélagið býður upp á. Þátttöku allra þjóðfélagsþegna verður að tryggja og virkja í okkar nýju samfélagsgerð svo ekki myndist tveir hópar, þeir sem nota tölvur og nýjustu tækni og svo þeir sem ekki tileinka sér það. Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Netið er stærsta fræðslu- og upplýsingastofnun veraldar. Stjórnmálaumræða framtíðarinnar mun fara fram í netheimum. Frí þráðlaus nettenging og háhraðanet verður að vera í þéttbýliskjörnum. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafarþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og vilji til verks.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun