„Æ, hann er bara skotinn í þér“ 1. desember 2011 06:00 Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun