Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar 1. desember 2011 02:30 Dagur B. Eggertsson Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira