Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring 1. desember 2011 05:00 elkem Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur sagt að samkeppnishæfni Íslands í járnblendi hverfi með verði kolefnisgjald lagt á fyrirtækin. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Hvers vegna átti að leggja á kolefnisgjöld? Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Árið 2009 var settur á sérstakur raforkuskattur með samkomulagi við orkufrekan iðnað. Hann hefur skilað um tveimur milljörðum króna árlega í ríkissjóð, en rennur sitt skeið á enda í árslok 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það ætlun ráðuneytisins að kolefnisgjaldið kæmi í stað raforkuskattsins. Nú, þegar fallið hefur verið frá gjaldinu, liggur fyrir að semja um skattaumhverfið. Í ráðuneytinu er talið að ríkissjóður hafi ekki efni á að missa þann spón úr aski sínum. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðanda, segir að ekki hafi verið falast eftir samkomulagi um framlengingu raforkuskattsins. Samkomulagið frá 2009 hafi verið nokkuð skýrt með það að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, síðan yrði farið í ETS-umhverfið, sem þýði gjaldtöku og tekjur fyrir ríkissjóð. ETS stendur fyrir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda. Það kemst á í áföngum og að fullu árið 2013. Með því þurfa fyrirtæki að kaupa sér kvóta fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það skapar ríkissjóði tekjur og hvetur um leið fyrirtæki til að draga úr losuninni. Forsvarsmenn stóriðjunnar töldu kolefnisgjaldið brot á viðauka við fjárfestingasamninga fyrirtækjanna sem gerðir voru í janúar 2010, þar sem fyrirtækin samþykktu að greiða fyrirfram greiddan tekjuskatt næstu þrjú ár. Gegn þessu telja stóriðjufyrirtækin sig hafa fengið loforð um að ekki yrði lögð á þau auknir skattar. Í viðaukanum segir að skattheimta „feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.“ Stóriðjan telur að með kolefnisgjaldinu sé starfsumhverfi fyrirtækjanna gert lakara hér en í viðmiðunarlöndum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki að greiða umrætt gjald. Í fjármálaráðuneytinu er sú skoðun hins vegar uppi að ekki sé hægt að horfa einungis á kolefnisgjaldið þegar starfsskilyrði stóriðjunnar eru metin. Horfa verði til þess að skattar á fyrirtæki eru lágir hér, í Evrópu séu þeir aðeins lægri á Írlandi. Þá þurfi fyrirtækin ekki að borga tolla af aðföngum, ólíkt því sem gerist í Evrópusambandinu, og þar til viðbótar sé orkuverð lágt hér á landi. Að öllu samanlögðu séu starfsskilyrðin því mun hagstæðari hér en í öðrum Evrópuríkjum, jafnvel þó kolefnisgjaldið verði lagt á. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Viðskipti Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira