Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Gísli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun