Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist 11. nóvember 2011 07:00 Flutningaskipið Alma í togi Myndin er tekin frá Hoffelli SU 80, sem dró skipið í land. Það var mál allra sem komu að aðgerðinni að hætta hefði verið töluverð, eins og alltaf við þessar aðstæður.mynd/gunnar hlynur óskarsson Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira