Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2011 07:00 Hlynur hefur verið lykilmaður í liði Vals og ætlar að reyna að spila á morgun. Fréttablaðið/Anton Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós." Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós."
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Sjá meira