Segja 2010-börn fá inni næsta ár 9. nóvember 2011 05:00 Í leikskóla Stefnt er að því að koma öllum börnum í 2010-árgangi inn á leikskóla í Reykjavík á næsta ári. Fréttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira