Frægðin að utan Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld)
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun