Dýr sparnaður Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun