Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans 14. október 2011 04:00 Aðgerðir kynntar starfsmönnum Starfmannafundir innan LSH voru haldnir á átta mismunandi stöðum í gær þar sem farið var yfir niðurskurðaraðgerðir næsta árs.fréttablaðið/gva Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Björn Zoëga Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. „Þetta fór mun rólegar fram en ég bjóst við,“ segir Björn. „Fólk tekur þessu með æðruleysi og vill vinna í málunum.“ Niðurskurðaraðgerðirnar eru annars vegar almennar og ná þá til LSH í heild, hins vegar sértækar og snerta einstök svið eða starfsemi. Líkt og áður sagði mun stöðugildum innan spítalans fækka um 85 og verður reynt að nýta starfsmannaveltuna við þá fækkun. Með lokun St. Jósefsspítala verður fækkað um 29, á Sogni falla út fjögur störf og svo mun alhliða samþjöppun deilda fækka öðrum stöðum víðs vegar um spítalann. Björn segist ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta verður erfitt og erfiðara en oft áður,“ segir Björn. „Þetta er orðinn svo langur tími. Við erum endalaust að hugsa hvernig málin verði á næstu mánuðum og hvar og hvernig við þurfum að bera niður og passa að við missum ekki fótanna.“ Mikil ánægja ríkir innan spítalans með þá ákvörðun að flytja réttargeðdeildina frá Sogni á Klepp. Þar sé verið að veita geðveikum afbrotamönnum betri þjónustu og færa þá nær aðstandendum sínum. Björn segir þar vera tækifæri í að bæta starfsemina á faglegum grundvelli á sama tíma og verið sé að spara. Ýmsar smærri breytingar á skipuriti starfseminnar, meðal annars hagræðingar á rekstrar- og fjármálasviðum og önnur smærri verkefni, munu skila spítalanum 136 milljónum króna. „Við erum að þjappa okkur áfram saman. Mannauðssvið verður til að mynda sett beint undir forstjóra og fleiri breytingar á skipuritinu í þeim dúr,“ segir Björn. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er ekki eins bjartsýnn og hefur áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem spítalinn stendur nú frammi fyrir. „Þetta eru umfangsmiklar aðgerðir og ekki léttbærar. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir spítalann,“ segir hann. „Þessi niðurskurður mun klárlega skerða þjónustu og gerir okkur sífellt erfiðara fyrir að reka spítalann.“ Ekki er búið að útfæra hagræðingaraðgerðirnar í smáatriðum, en unnið verður að því á næstu vikum. Ólafur hefur áhyggjur af mannafla innan spítalans og segir aðgerðir sem þessar til þess fallnar að gera þá stöðu enn erfiðari. „Það er komið ákveðið los á fólk, sem batnar ekki við svona aðgerðir,“ segir hann. „Við sjáum þó ekki fyrir okkur flótta, en það hefur nú þegar verið tilhneiging í þá átt og við höfum verulegar áhyggjur af því.“ Ólafur bendir þó á að spítalinn glími við ýmis athyglisverð og verðug verkefni og starfsfólkið standi sig gríðarlega vel. „Það er með ólíkindum hverju fólk afkastar við þessar aðstæður,“ segir hann. „En þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur. Það er alveg klárt. Við verðum að vona að þetta sé síðasta árið sem við þurfum að takast á við svona aðgerðir.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira