Mannréttindi sjúklinga eða byggðapot? Auður Styrkársdóttir og Svanur Kristjánsson skrifar 14. október 2011 06:00 Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar