Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við 13. október 2011 05:00 REynslan aftur orðin kostur Samkvæmt rannsókn Unu Eyþórsdóttur hefur meðalaldur stjórnenda í íslensku atvinnulífi hækkað eftir hrun. Fréttablaðið/GVA Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira