Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna 1. október 2011 09:00 Akranes Málið hefur verið báðum börnum mjög erfitt og hafa þau verið í sálfræðimeðferð vegna þess.Fréttablaðið/gva Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira