Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna 1. október 2011 06:30 Margrét kristmannsdóttir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira