Fjölmiðlar hvetja til eineltis 29. september 2011 06:00 Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun