Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar 29. september 2011 05:00 Við veiðivötn Mosaþembur eru í hættu ef rafstrengur og ljósleiðari eru plægðir niður í jöröina utan vegstæðis í Veiðivötnum, segir Hilmar J. Malmquist, sem er í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Mynd/Hilmar J. Malmquist „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira