Allar hliðar máls 28. september 2011 06:00 Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. september sl. segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hafa tilhneigingu til að kenna saklausu fólki um eigin ófarir í rannsóknum sínum á alvarlegum umferðarslysum. Samkvæmt lögum miðar starfsemi RNU að því að leiða í ljós sennilegar orsakir umferðarslysa til að afstýra slysum af sömu eða líkum orsökum og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni. Gerir hún tillögur til úrbóta um umferðaröryggi til viðeigandi stjórnvalda, eftir því sem rannsóknir á orsökum umferðarslysa gefa tilefni til. Greining nefndarinnar er þverfagleg og miðar að því að fækka slysum eða draga úr meiðslum, burtséð frá sekt eða sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði í rýni nefndarinnar. Orsök slyss má oft rekja til rangrar hegðunar tiltekins einstaklings en að auki hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir slysið eða draga úr meiðslum með öðrum hætti og ber nefndinni að benda á allar hliðar máls. Skýrslur um einstök mál eru gefnar út og birtar án persónuauðkenna á vef nefndarinnar. Pawel er ekki athugull á allar hliðar máls í staðhæfingum sínum í grein sinni. Hann nefnir dæmi og tiltekur aðeins útvalin atriði af mörgum í orsakagreiningu nefndarinnar og ábendingum, sem hún telur hafa þýðingu vegna viðkomandi slysa. Störf RNU eru ekki hafin yfir gagnrýni, en skrif þessi gefa ekki sanna mynd af niðurstöðum nefndarinnar í þessum málum. Að því er varðar slys þar sem gangandi vegfarandi lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun nefndarinnar um að engin gangbraut var á slysstað þó svo að op væri í grindverki á miðeyju sem gaf til kynna gönguleið eða um nauðsyn heildstæðrar endurskoðunar á hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfarenda á viðkomandi götu. Í öðru dæmi sínu getur Pawel t.d. ekki um ábendingu um að skoða þurfi almennt aðgengi og öryggi við bílastæðahús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu bílastæðahúsa skapi hættu fyrir alla vegfarendur. Þá tekur hann dæmi af skelfilegu banaslysi þar sem barn varð fyrir bifreið ökuníðings, sem flúði af vettvangi og fannst aldrei. Sleppir Pawel umfjöllun nefndarinnar sem fordæmir hegðun ökumanns, sem var meginorsakavaldur slyssins og lagði m.a. til að hámarkshraði verði lækkaður þar sem slysið varð til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Skýrslur nýttar sem fræðsluefni. Hvetur nefndin ökumenn, hjólreiðamenn, skokkara, bifhjólamenn, fagfélög og fyrirtæki t.d. í flutningastarfsemi til þess að kynna sér skýrslur nefndarinnar er varða umferðarslys á þeirra vettvangi. Telur nefndin jafnframt að æskilegt sé að skýrslur RNU og aðrar skýrslur sem gefnar eru út um umferðaröryggismál hér á landi og erlendis, séu nýttar sem stoðgögn í rannsóknar– og verkefnavinnu nemenda í skólum um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Efni eins og RNU birtir gefur tækifæri til að sjá fræðilega niðurstöðu á rannsóknum á orsökum umferðarslysa og tillögur til úrbóta. Þetta efni á að nota. Gæti heimildavinna nemenda með upplýsingar um atvik, tölfræði o.fl. við rannsóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn áhættuhegðun í umferðinni og verið liður í umferðaröryggisstefnu meðal ungs fólks. Sem sjálfstætt afmarkað kennsluefni um akstur bifreiða, hjólreiðar, bifhjólaakstur og gangandi vegfarendur og/eða t.d. sem liður í kennslugreinum eins og eðlisfræði, stærðfræði, heilbrigðisfræðum o.fl. Skylt er að geta þess að stjórnvöld umferðaröryggismála hafa nánast undantekningarlaust tekið ábendingum nefndarinnar á málefnalegan hátt og nýtt þær til að efla umferðaröryggið. Að mati nefndarinnar hafa aðrir, sem hún hefur beint ábendingum og athugasemdum að, gert það með sama hætti. Vinnum saman gegn umferðarslysum með því að efla ábyrgðarkennd, víðsýni og þekkingu, sjálfstraust og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Aukin fræðsla að þessu leyti mundi styðja þau markmið stjórnvalda að draga úr fjölda látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. september sl. segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hafa tilhneigingu til að kenna saklausu fólki um eigin ófarir í rannsóknum sínum á alvarlegum umferðarslysum. Samkvæmt lögum miðar starfsemi RNU að því að leiða í ljós sennilegar orsakir umferðarslysa til að afstýra slysum af sömu eða líkum orsökum og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni. Gerir hún tillögur til úrbóta um umferðaröryggi til viðeigandi stjórnvalda, eftir því sem rannsóknir á orsökum umferðarslysa gefa tilefni til. Greining nefndarinnar er þverfagleg og miðar að því að fækka slysum eða draga úr meiðslum, burtséð frá sekt eða sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði í rýni nefndarinnar. Orsök slyss má oft rekja til rangrar hegðunar tiltekins einstaklings en að auki hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir slysið eða draga úr meiðslum með öðrum hætti og ber nefndinni að benda á allar hliðar máls. Skýrslur um einstök mál eru gefnar út og birtar án persónuauðkenna á vef nefndarinnar. Pawel er ekki athugull á allar hliðar máls í staðhæfingum sínum í grein sinni. Hann nefnir dæmi og tiltekur aðeins útvalin atriði af mörgum í orsakagreiningu nefndarinnar og ábendingum, sem hún telur hafa þýðingu vegna viðkomandi slysa. Störf RNU eru ekki hafin yfir gagnrýni, en skrif þessi gefa ekki sanna mynd af niðurstöðum nefndarinnar í þessum málum. Að því er varðar slys þar sem gangandi vegfarandi lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun nefndarinnar um að engin gangbraut var á slysstað þó svo að op væri í grindverki á miðeyju sem gaf til kynna gönguleið eða um nauðsyn heildstæðrar endurskoðunar á hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfarenda á viðkomandi götu. Í öðru dæmi sínu getur Pawel t.d. ekki um ábendingu um að skoða þurfi almennt aðgengi og öryggi við bílastæðahús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu bílastæðahúsa skapi hættu fyrir alla vegfarendur. Þá tekur hann dæmi af skelfilegu banaslysi þar sem barn varð fyrir bifreið ökuníðings, sem flúði af vettvangi og fannst aldrei. Sleppir Pawel umfjöllun nefndarinnar sem fordæmir hegðun ökumanns, sem var meginorsakavaldur slyssins og lagði m.a. til að hámarkshraði verði lækkaður þar sem slysið varð til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Skýrslur nýttar sem fræðsluefni. Hvetur nefndin ökumenn, hjólreiðamenn, skokkara, bifhjólamenn, fagfélög og fyrirtæki t.d. í flutningastarfsemi til þess að kynna sér skýrslur nefndarinnar er varða umferðarslys á þeirra vettvangi. Telur nefndin jafnframt að æskilegt sé að skýrslur RNU og aðrar skýrslur sem gefnar eru út um umferðaröryggismál hér á landi og erlendis, séu nýttar sem stoðgögn í rannsóknar– og verkefnavinnu nemenda í skólum um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Efni eins og RNU birtir gefur tækifæri til að sjá fræðilega niðurstöðu á rannsóknum á orsökum umferðarslysa og tillögur til úrbóta. Þetta efni á að nota. Gæti heimildavinna nemenda með upplýsingar um atvik, tölfræði o.fl. við rannsóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn áhættuhegðun í umferðinni og verið liður í umferðaröryggisstefnu meðal ungs fólks. Sem sjálfstætt afmarkað kennsluefni um akstur bifreiða, hjólreiðar, bifhjólaakstur og gangandi vegfarendur og/eða t.d. sem liður í kennslugreinum eins og eðlisfræði, stærðfræði, heilbrigðisfræðum o.fl. Skylt er að geta þess að stjórnvöld umferðaröryggismála hafa nánast undantekningarlaust tekið ábendingum nefndarinnar á málefnalegan hátt og nýtt þær til að efla umferðaröryggið. Að mati nefndarinnar hafa aðrir, sem hún hefur beint ábendingum og athugasemdum að, gert það með sama hætti. Vinnum saman gegn umferðarslysum með því að efla ábyrgðarkennd, víðsýni og þekkingu, sjálfstraust og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Aukin fræðsla að þessu leyti mundi styðja þau markmið stjórnvalda að draga úr fjölda látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun