Um lög og lögskýringar Róbert Spanó skrifar 6. september 2011 06:00 I. Gagnrýni á lög og lögfræðingaÍ þjóðfélagsumræðunni hefur að undanförnu borið á gagnrýni á lögin og störf lögfræðinga. Dómarar hafa sætt ámæli fyrir að stunda pólitík klædda í lögfræðilegan búning og verið sakaðir á stundum um óhóflegan „formalisma“, eins og t.d. þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings í janúar sl. Þegar málsúrslit hafa hins vegar átt upp á pallborðið hjá almenningi, og einkum hjá þeim sem hæst hafa haft í umræðunni, þá eru dómarar lofaðir fyrir störf sín. Dæmi um þetta eru gengisdómar Hæstaréttar frá því í júní og september 2010. Sú gagnrýni sem fram hefur komið á lögin og lögskýringar dómstóla virðist endurspegla þann skilning að við túlkun laga skuli dómarar ávallt markvisst stefna að niðurstöðu sem telst skynsamleg, sanngjörn og réttlát. Ef túlkun laganna leiði til slíkrar niðurstöðu hljóti aðferðin sem notuð er að vera rétt. Ef niðurstaðan virðist hins vegar óskynsamleg og óréttlát verði sá dómari sem að henni kom talinn „formalisti“, aðhyllast „lagahyggju“, vera „lögtæknir“ eða horfa fram hjá „anda laganna“. Hann láti þannig réttlætið með öðrum orðum víkja fyrir lagabókstafnum. En er þetta réttur skilningur á lögunum og beitingu þeirra í framkvæmd? Í þessari grein verður leitast við að varpa örlitlu ljósi á það verkefni að túlka lög sem Alþingi hefur sett. II. Hvernig er rétt að túlka lög sem Alþingi setur?Þegar spurt er, hvernig er rétt að túlka lög sem Alþingi setur, verður að halda því til haga að við því er ekkert einhlítt svar. Mikilvægt er að gera fyrst grein fyrir því hvað verið er að túlka. Lög sem Alþingi setur fela í sér skrifleg fyrirmæli þingmanna sem hafa í kosningum fengið vald til að segja okkur hinum fyrir verkum. Ólíklegt er hins vegar að þingmenn hafi mótað sér afstöðu til þess hvernig ber að túlka þau lög sem deilt er um í þorra þeirra mála sem rata á fjörur dómstóla. Fjölbreytileiki mannlífsins er slíkur að þingmenn geta ekki séð öll tilfelli fyrir. Lögfræðin hefur því m.a. það hlutverk að gera grein fyrir þeim aðferðum sem heimilt er að nota þegar svo háttar til. Texti lagaákvæðis, sem viljayfirlýsing þjóðkjörinna þingmanna, hlýtur að vera útgangspunkturinn þegar lagt er mat á það hvaða regla gildir. Ekki má þó túlka lagaákvæði bókstaflega og þá án tillits til þess samhengis sem það er hluti af. Heildarmat á samhengi lagaákvæðis verður ávallt að eiga sér stað. Verður eftir atvikum að horfa til upplýsinga um þingmeðferð lagafrumvarpa, til annarra lagaákvæða, skoða sögulega þróun löggjafar á hlutaðeigandi sviði og dómaframkvæmd. Einnig verður að hafa í huga að við samþykkt laga er jafnan verið að stefna að tilteknu markmiði, þ.e. að veita mönnum rétt, kveða á um skyldu þeirra, mæla fyrir um boð og bönn. Verður því að hafa markmið lagaákvæðisins að leiðarljósi ef það er á annað borð hægt að staðreyna hvert það er innan marka lagatextans. Ekki má þó gleyma því að lög sem Alþingi setur eru gjarnan niðurstaða pólitískrar málamiðlunar. Lög kunna þannig að stefna að fleiri en einu markmiði. Ekki er heldur víst að markmiðin gangi öll í sömu átt. Það getur verið harla vandasamt að leysa úr ágreiningi um merkingu laga þegar svo háttar til. Dómarar verða þá að passa það að ljá ekki einu markmiði of mikið vægi á kostnað annarra sem lögin kunna að stefna að. Sem dæmi má nefna að einn megintilgangur laga um kosningar til stjórnlagaþings var sá að þjóðin fengi að kjósa þá einstaklinga sem hefðu það verkefni að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá. En það var jafnframt eitt af markmiðum laganna að kosningarnar yrðu leynilegar. Þau markmið gátu eftir atvikum leitt til mismunandi niðurstöðu eins og ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna ber með sér. Í þessu kann að felast töluvert svigrúm dómara til mats. Undan því verður hins vegar ekki vikist þegar um er að ræða túlkun laga sem menn hafa sett til að hafa áhrif á breytni manna og skipulag í samfélagi þeirra. III. Hvað er átt við með "anda laganna“?Þegar talað er um anda laganna er gjarnan óljóst við hvað er átt. Ef skírskotað er til þess að það sé ávallt hlutverk dómara að skapa reglu sem er skynsamlegust og réttlátust þá er í reynd verið að krefjast þess að dómarar taki sér löggjafarvald. Það er hlutverk Alþingis að setja lög og þar gerum við borgararnir þá kröfu til þingmanna að þær reglur séu jafnan skynsamlegar og sanngjarnar. Hafi það tekist er það stjórnskipulegt hlutverk dómara að ljá lögunum slíka merkingu við túlkun þeirra. Hafi þar skort á er það ekki hlutverk dómara að laga lögin að persónulegum skoðunum þeirra á því hvaða niðurstaða telst sanngjörnust og réttlátust. Ekki er þar með sagt að dómarar eigi að horfa fram hjá skynsamlegu og réttlátu mati á því hvaða lög skuli gilda í landinu. Dómarar verða oft að styðjast við ýmsar grundvallarreglur í réttarkerfinu sem byggja á sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum, s.s. um meðalhóf og jafnræði, sem geta haft áhrif við túlkun laga. Lagaákvæði eru auk þess oft orðuð með matskenndum hætti og gera stundum beinlínis ráð fyrir því að dómarar meti hvort sanngjarnt er að einstaklingur fái ákveðinn rétt eða beri ákveðna skyldu. Við slíkar aðstæður verða þeir að sinna skyldu sinni eftir bestu samvisku. Skiptir því verulegu máli að til dómarastarfa séu valdir einstaklingar með yfirgripsmikla þekkingu á lögunum og hafi einnig til að bera persónulega eiginleika sem hæfa starfi dómara. IV. Dómstólar verða að sæta málefnalegu aðhaldiÞegar samfélag verður fyrir áfalli á borð við það sem við gengum í gegnum hina örlagaríku daga í október 2008 er ekki nema eðlilegt að samfélagsgerðin, þ. á m. réttarkerfið, sé tekið til endurskoðunar. Engar stofnanir samfélagsins eru þar undanskildar, allra síst dómstólarnir sem þurfa á málefnalegu aðhaldi að halda. Til þess að gagnrýni á stofnanir samfélagsins nái tilgangi sínum og leiði til umbóta þurfa menn hins vegar að taka fullnægjandi tillit til þeirra forsendna sem kerfið byggir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
I. Gagnrýni á lög og lögfræðingaÍ þjóðfélagsumræðunni hefur að undanförnu borið á gagnrýni á lögin og störf lögfræðinga. Dómarar hafa sætt ámæli fyrir að stunda pólitík klædda í lögfræðilegan búning og verið sakaðir á stundum um óhóflegan „formalisma“, eins og t.d. þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings í janúar sl. Þegar málsúrslit hafa hins vegar átt upp á pallborðið hjá almenningi, og einkum hjá þeim sem hæst hafa haft í umræðunni, þá eru dómarar lofaðir fyrir störf sín. Dæmi um þetta eru gengisdómar Hæstaréttar frá því í júní og september 2010. Sú gagnrýni sem fram hefur komið á lögin og lögskýringar dómstóla virðist endurspegla þann skilning að við túlkun laga skuli dómarar ávallt markvisst stefna að niðurstöðu sem telst skynsamleg, sanngjörn og réttlát. Ef túlkun laganna leiði til slíkrar niðurstöðu hljóti aðferðin sem notuð er að vera rétt. Ef niðurstaðan virðist hins vegar óskynsamleg og óréttlát verði sá dómari sem að henni kom talinn „formalisti“, aðhyllast „lagahyggju“, vera „lögtæknir“ eða horfa fram hjá „anda laganna“. Hann láti þannig réttlætið með öðrum orðum víkja fyrir lagabókstafnum. En er þetta réttur skilningur á lögunum og beitingu þeirra í framkvæmd? Í þessari grein verður leitast við að varpa örlitlu ljósi á það verkefni að túlka lög sem Alþingi hefur sett. II. Hvernig er rétt að túlka lög sem Alþingi setur?Þegar spurt er, hvernig er rétt að túlka lög sem Alþingi setur, verður að halda því til haga að við því er ekkert einhlítt svar. Mikilvægt er að gera fyrst grein fyrir því hvað verið er að túlka. Lög sem Alþingi setur fela í sér skrifleg fyrirmæli þingmanna sem hafa í kosningum fengið vald til að segja okkur hinum fyrir verkum. Ólíklegt er hins vegar að þingmenn hafi mótað sér afstöðu til þess hvernig ber að túlka þau lög sem deilt er um í þorra þeirra mála sem rata á fjörur dómstóla. Fjölbreytileiki mannlífsins er slíkur að þingmenn geta ekki séð öll tilfelli fyrir. Lögfræðin hefur því m.a. það hlutverk að gera grein fyrir þeim aðferðum sem heimilt er að nota þegar svo háttar til. Texti lagaákvæðis, sem viljayfirlýsing þjóðkjörinna þingmanna, hlýtur að vera útgangspunkturinn þegar lagt er mat á það hvaða regla gildir. Ekki má þó túlka lagaákvæði bókstaflega og þá án tillits til þess samhengis sem það er hluti af. Heildarmat á samhengi lagaákvæðis verður ávallt að eiga sér stað. Verður eftir atvikum að horfa til upplýsinga um þingmeðferð lagafrumvarpa, til annarra lagaákvæða, skoða sögulega þróun löggjafar á hlutaðeigandi sviði og dómaframkvæmd. Einnig verður að hafa í huga að við samþykkt laga er jafnan verið að stefna að tilteknu markmiði, þ.e. að veita mönnum rétt, kveða á um skyldu þeirra, mæla fyrir um boð og bönn. Verður því að hafa markmið lagaákvæðisins að leiðarljósi ef það er á annað borð hægt að staðreyna hvert það er innan marka lagatextans. Ekki má þó gleyma því að lög sem Alþingi setur eru gjarnan niðurstaða pólitískrar málamiðlunar. Lög kunna þannig að stefna að fleiri en einu markmiði. Ekki er heldur víst að markmiðin gangi öll í sömu átt. Það getur verið harla vandasamt að leysa úr ágreiningi um merkingu laga þegar svo háttar til. Dómarar verða þá að passa það að ljá ekki einu markmiði of mikið vægi á kostnað annarra sem lögin kunna að stefna að. Sem dæmi má nefna að einn megintilgangur laga um kosningar til stjórnlagaþings var sá að þjóðin fengi að kjósa þá einstaklinga sem hefðu það verkefni að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá. En það var jafnframt eitt af markmiðum laganna að kosningarnar yrðu leynilegar. Þau markmið gátu eftir atvikum leitt til mismunandi niðurstöðu eins og ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna ber með sér. Í þessu kann að felast töluvert svigrúm dómara til mats. Undan því verður hins vegar ekki vikist þegar um er að ræða túlkun laga sem menn hafa sett til að hafa áhrif á breytni manna og skipulag í samfélagi þeirra. III. Hvað er átt við með "anda laganna“?Þegar talað er um anda laganna er gjarnan óljóst við hvað er átt. Ef skírskotað er til þess að það sé ávallt hlutverk dómara að skapa reglu sem er skynsamlegust og réttlátust þá er í reynd verið að krefjast þess að dómarar taki sér löggjafarvald. Það er hlutverk Alþingis að setja lög og þar gerum við borgararnir þá kröfu til þingmanna að þær reglur séu jafnan skynsamlegar og sanngjarnar. Hafi það tekist er það stjórnskipulegt hlutverk dómara að ljá lögunum slíka merkingu við túlkun þeirra. Hafi þar skort á er það ekki hlutverk dómara að laga lögin að persónulegum skoðunum þeirra á því hvaða niðurstaða telst sanngjörnust og réttlátust. Ekki er þar með sagt að dómarar eigi að horfa fram hjá skynsamlegu og réttlátu mati á því hvaða lög skuli gilda í landinu. Dómarar verða oft að styðjast við ýmsar grundvallarreglur í réttarkerfinu sem byggja á sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum, s.s. um meðalhóf og jafnræði, sem geta haft áhrif við túlkun laga. Lagaákvæði eru auk þess oft orðuð með matskenndum hætti og gera stundum beinlínis ráð fyrir því að dómarar meti hvort sanngjarnt er að einstaklingur fái ákveðinn rétt eða beri ákveðna skyldu. Við slíkar aðstæður verða þeir að sinna skyldu sinni eftir bestu samvisku. Skiptir því verulegu máli að til dómarastarfa séu valdir einstaklingar með yfirgripsmikla þekkingu á lögunum og hafi einnig til að bera persónulega eiginleika sem hæfa starfi dómara. IV. Dómstólar verða að sæta málefnalegu aðhaldiÞegar samfélag verður fyrir áfalli á borð við það sem við gengum í gegnum hina örlagaríku daga í október 2008 er ekki nema eðlilegt að samfélagsgerðin, þ. á m. réttarkerfið, sé tekið til endurskoðunar. Engar stofnanir samfélagsins eru þar undanskildar, allra síst dómstólarnir sem þurfa á málefnalegu aðhaldi að halda. Til þess að gagnrýni á stofnanir samfélagsins nái tilgangi sínum og leiði til umbóta þurfa menn hins vegar að taka fullnægjandi tillit til þeirra forsendna sem kerfið byggir á.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun