Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi 3. september 2011 08:30 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna. fréttablaðið/vilhelm Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira