Meiri steypa? Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. september 2011 06:00 Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi. Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi. Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun