Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu 26. ágúst 2011 04:00 Alþingi Forstjóri Vinnumálastofnunar vill að velferðarráðuneytið beiti sér fyrir því að löggjafinn tryggi ótvíræða heimild til að taka áfram við nafnlausum ábendingum á netinu um bótasvik.Fréttablaðið/Pjetur Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira