Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla 25. ágúst 2011 06:00 ísaksskóli Borgin hefur keypt húseignir Ísaksskóla á 184 milljónir króna. Skólinn hefur síðan forkaupsrétt á eignunum.fréttablaðið/vilhelm sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira