Nú er nóg komið! Kristín Elfa Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun